17. júnítorg 1 (103), 210 Garðabær
99.800.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
119 m2
99.800.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2006
Brunabótamat
65.510.000
Fasteignamat
86.350.000
Opið hús: 15. janúar 2026 kl. 17:00 til 17:30.

Opið hús: 17. Júnítorg 1 (103), 210 Garðabær, Íbúð merkt: 01 01 03. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 15. janúar 2026 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Háborg fasteignasala og Jórunn lögg.fasteingnasali kynna í einkasölu: Sérlega falleg rúmgóð og björt 119,8 fm íbúð á 1. hæð ásamt sér stæði í bílageymslu, fyrir heldri borgara 50 ára og eldri. Íbúðin er stór 3ja herbergja. Sér þvottahús er í íbúð. Útgangur úr stofu, er á sér afgirta timbur verönd í garði. Húsið er álklætt og því nær viðhaldslítið að utan. Afhending samkomulag. 

Birt stærð eignar er 119,8 fm samkvæmt HMS, þar af er 8,3 fm geymsla. Fasteignamat eignar er kr. 94.700.000-

Um er að ræða einstaklega glæsilega íbúð á frábærum stað. Í byggð þar sem ekki eru mjög háar byggingar en góðir göngustígar og góð þjónusta í hverfinu. Jóns hús í næsta húsi, þar sem öll helsta þjónusta er veitt af Das og sveitafélaginu.


Eignin skipar: forstofu, sjónvarpshol,  2. svefnherbergi, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslu í kjallara. Úr stofu er gengið út á afgirta verönd. Eigninni fylgir bílastæði í lokuðum bílakjallara.  

Nánari lýsing á eigninni: Þegar komið er inn í íbúðina er rúmgóð opin forstofu með góðum fataskápum. Úr forstofu er komið inn í hol sem er nýtt í dag sem sjónvaprshol. Sér þvottahús innan íbúðar með góðri vinnuaðstöðu. Baðherbergið er með góðri snyrtiaðstöðu, sturta og innrétting undir handlaug með speglaskápi fyrir ofan handlaug. Svefnherbergin 2 eru bæði rúmgóð og björt og annað þeirra með skápum. Eldhúsið er hannað í U með ljósri innréttingu. Í eldhúsi er góður borðkrókur við vegg. Eigninni fylgir góð geymsla í kjallara og stæði í bílkjallara. 

Húsið: 17. Júní torg, 1-3-5-7, er fjölbýlishús með 66 íbúðum, hannaðar fyrir heldri borgara, eldri en 50.ára.
Húsið er byggt árið 2006 og er steinsteypt. I meginatriðum skiptist húsið í tvo hluta, 6 hæða byggingu og einu stigahúsi og L-laga 4 hæða byggingu með 3 stigahúsum, þessir hlutar eru sambyggðir. Í kjallara eru geymslur ásamt bílageymslu fyrir 48 bíla.  

Húsfélag:
í húsinu er virkt húsfélag. Ekki eru fyrirhugaðar framkvæmdir eða yfirstandandi.

Stæði í upphitaðri bílageymslu fylgir, merkt B-14 - möguleiki á hleðslustöð í bílageymslu - hleðslustöðvar á bílaplani.
Í kjallara er sér geymsla ásamt sameiginlegri hjólageymslu.

Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir lögg. fasteignasali, í síma 845-8958, eða tölvupóstur [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. 

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.