Opið hús: 14. janúar 2026 kl. 17:00 til 17:30.Opið hús: Norðurbrú 5 íb 307, 210 Garðabær, Íbúð merkt: 01 03 07. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 14. janúar 2026 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Háborg fasteignasala og Jórunn lögg. fasteignasali kynna í einkasölu, bjarta fallega og rúmgóða 2ja herbergja íbúð með stæði í lokaðri bílageymslu (B21) í vönduðu lyftuhúsi við Norðurbrú í Garðabæ. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla.
Birt stærð eignar er 79.9 fm samkvæmt HMS, þar af er 7,2 fm geymsla. Fasteignamat eignar er kr. 74.500.000,-
Nánari lýsing á eigninni: Þegar komið er inn í forstofu sem er opin blasir við rúmgóð, falleg, björt stofa með stórum gluggum, með útgengi út á svalir. Eldhúsið er hálf opið með borðkróki. Eldhúsið er hannað sitt hvoru megin við umferðarrýmið í eldhúsi með fallegri dökkri innréttingu. Í eldhúsi er opinn borðkrókur inn í stofu. Svefnherbergið er mjög rúmgott og með góðum skápum. Baðherbergið er með baðkari og upphengdri sturtu. Á baði er góð snyrtiaðstaða, skápur undir handlaug, skápur og spegill fyrir ofan handlaug. Á baði er góð aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Í forstofu eru fataskápar.
Um er að ræða einstaklega glæsilega íbúð á frábærum stað. Í byggð þar sem ekki eru mjög háar byggingar en góðir göngustígar og góð þjónusta í hverfinu. Húsgjöld eignar eru 28.500- kr. á mánuði og þá er innifalinn allur almennur rekstur húsfélags, allur hiti, rafmagn í sameign, þrif sameignar, húseigendatrygging, framkvæmdasjóður og þjónustukaup vegna reksturs húsfélags. Ekki eru fyrirhugaðar eða yfirstandandi framkvæmdir í húsfélaginu.
Húsið var byggt af BYGG árið 2004, steinsteypt og hefur fengið gott og reglulegt viðhald, bílastæði í sameignilegum bílakjallara og fyrir framan hús og sameignileg lóð mjög snyrtileg. Sameign hússins er björt og snyrtileg. Húsið er á lóð með húsunum Strandvegur 12-14-16 og Norðurbrú 1. Einnig Strandvegur 18-20 og Norðurbrú 3-5.
Strandvegur 18-20, Norðurbrú 3-5 eru fjórir sambyggðir þriggja hæða stigagangar með kjallara samtals 37 íbúðir. Í kjallaranum er auk þess 32 stæði í bílageymsla.
Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir lögg. fasteignasali, í síma 845-8958, eða tölvupóstur [email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.