Háborg fasteignasala og Kristín Rós Magnadóttir lögg. fasteignasali kynna í einkasölu fjögurra herbergja íbúð við Fljótsmörk 6-12 í Hveragerði.Um er að ræða vel skipulagða og bjarta 103,1 fm endaíbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi miðsvæðis í Hveragerði.
Lyfta er í húsinu. Íbúðin skiptist í anddyri, alrými með eldhúsi, borðstofu og stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús auk sérgeymslu, hjóla- og vagnageymslu í kjallara.Gengið er inn mjög rúmgott
anddyri með góðu skápaplássi.
Alrými er bjart og samanstendur af
eldhúsi, borðstofu og
stofu.
Úr alrými er gengið út á rúmgóðar
svalir.
Svefnherbergi eru þrjú, þar af tvö með fataskápum. Hjónaherbergi er mjög rúmgott, um 17 fm, og þar er sexfaldur fataskápur.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er hvít innrétting með speglaskáp, upphengt salerni.
Inn af anddyri er
þvottahús.
Á öllum gólfum er parket nema í forstofu, þvottahúsi og á baðherbergi eru flísar.
Eignin er samtals 103,1 fm sem skiptast í 96 fm íbúð og 7,1 fm geymslu.
Vel skipulögð og björt íbúð á frábærum stað í Hveragerði, örstutt í grunnskóla, íþróttahús, sundlaug og aðra þjónustu.
Húsið er steypt, byggt árið 2006 og í því eru sautján íbúðir.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Rós Magnadóttir, lögg. fasteignasali í síma 860-2078 eða á [email protected].