Grásteinsmýri 2 íb 110, 225 Garðabær
65.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
2 herb.
63 m2
65.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
4.490.000

Háborg fasteignasala kynnir Grásteinsmýri 1, Garðabæ. Nýbyggingin er staðsteypt, einangruð að utan og klædd með ál- og bambus klæðningu. Góðar 2ja, 3ja 4ra og 5 herbergja íbúðir í litlu fjölbýli með lyftu. Útsýni er úr flestum íbúðum og timbur-verönd fylgir íbúðum á 1. hæð. Íbúðirnar afhendast án megin gólfefna en baðherbergi eru flísalögð að hluta. Næg bílastæði á lóð. Áætluð afhending íbúða er í mars-apríl 2026.

Sölusíða Grásteinsmýri

Nýr valkostur í fjármögnun. Kaupendur geta nýtt sér nýjan sjóð Öxar 20 sem styður þá með því að fjárfesta með þeim allt að 20% af kaupverði.  Kynntu þér málið hér Öxar.is

Nánari lýsing á íbúð 110, 2ja herbergja: Stærð 63,9 fm. Sérinngangur. Þegar komið er í forstofu eru góðir fataskápar. Hjónaherbergi er einnig rúmgott og bjart með góðum fataskápum. Baðherbergi er með glugga og góðri snyrtiaðstöðu. Einnig er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara á baði. Alrými er mjög rúmgott og bjart, innréttað í L, opið eldhús. Stofur eru rúmgóðar og bjartar. Úr alrými og stofu er útgengt á timbur-verönd 18,7 fm að stærð. Eigninni fylgir stæði í bílakjallara merkt B13 og geymsla að stærð 5,4 fm.

Nýjar, bjartar og vandaðar íbúðir með góðri lofthæð, þar sem náttúra, ró og nútímaleg hönnun mætast.
Innréttingar í íbúðum: AXIS innréttingar í litnum CashmereGrey. AEG innbyggð heimilistæki, ísskápur, uppþvottavél, helluborð og bakarofn. Baðherbergi eru flísalögð að hluta með 60×60 Patch Beige flísum (Ragno). Grohe blöndunartæki eða sambærileg. Egill Árnason hurðir, lamir og hurðabúnaður.
Sérmerkt bílastæði í bílageymslu fylgir hverri íbúð auk sérgeymslu í kjallara. Sameiginleg opin reiðhjóla- og vagnageymsla í inngarði á milli húsa.

Staðsetning og nærumhverfi: Frábær staðsetning, þar sem skóli, leikskóli, sundlaug og íþróttahús eru í göngufæri. Ekkert skutl og engar götur sem þarf að fara yfir. Rólegt og fallegt umhverfi. Frábær aðstaða fyrir fjölskyldufólk. Einnig eru frábær útivistasvæði við strandlengjuna. Hestamannfélagið Sóti og fallegar reiðleiðir eru á svæðinu.

ATH: kaupandi greiðir skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það verður lagt á.
Aðeins 4 mínútna akstur frá ljósunum við Actavis.

Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir lögg. fasteignasali, í síma 845-8958, eða tölvupóstur [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. 

Katla Hanna Steed lögg. fasteignasali, í síma 822-1661, eða tölvupóstur [email protected]
Kristín Rós Magnadóttir lögg. fasteignasali, í síma 860-2078, eða tölvupóstur [email protected]
Þórunn Pálsdóttir lögg. fasteignasali, í síma 773-6000, eða tölvupóstur [email protected]
Þórir Helgi Sigvaldason lögg. fasteignasali, í síma 823-7170, eða tölvupóstur [email protected]
Reynir Þór Garðarsson Lögmaður, í síma 847-0577, eða tölvupóstur [email protected]
Birkir Már Árnason Lögmaður, í síma 867-3388, eða tölvupóstur [email protected]

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.